mánudagur, september 03, 2007

Af speki

Stundum er gott að eiga Spakmælabókina þar sem má finna fræg og fleyg orð í gamni og alvöru. Því stundum þarf maður á speki að halda og í bókinni góðu er meira að segja hægt að finna glúrin spakmæli um verðbólgu. Við skulum vona að ég komist aldrei í þá aðstöðu að þurfa að nýta mér þann spakmælaflokk úr bókinni. Í ljósi útgáfubrölts sumarsins stenst ég ekki þá freistingu að birta þessi fleygu orð:

Að gefa út ljóðabók er eins og að kasta rósablaði
ofan af Mont Blanc
og bíða eftir bergmálinu.

ók. höf.

2 ummæli:

Hafrún sagði...

:)
Bergmál

bjarney sagði...

kjell fyrir!