Næsta sunnudag mun ég lesa upp úr nýju bókinni á Bókasafni Kópavogs, sjá hér: http://www.bokasafnkopavogs.is/frettirpage.asp?ID=1359
Miðvikudaginn 14. nóvember verður síðan upplestur á Bókasafni Hafnarfjarðar í tilefni Norrænu bókasafnsvikunnar. Þemað í ár eru ,,sterkar kvenímyndir" enda 100 ár frá fæðingu Astridar Lindgren. Nánar auglýst síðar.
Sama kvöldið verður reyndar Þórðarvaka á Sólon þar sem mörg skemmtileg skáld munu stíga á stokk - líka nánar auglýst síðar.
Annars hef ég sett upp kynjakvótagleraugun þegar ég horfi á Kiljuna - í síðasta þætti voru bara karlmenn viðmælendur og líka í þeim þar síðasta ef ég man rétt (fyrir utan Kolbrúnu) - í næsta þætti mun Kristín Svava vera fulltrúi kvenkynsins - ,,Stattu þig stelpa!"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli