Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér sýndarmennsku og hvað
felst í henni. Í grunninn snýst sýndarmennska um að fela eða breiða yfir
ákveðna hluti hjá sjálfum sér og draga fram eða ýkja aðra til að stýra áliti
annarra og reyna að líta vel út í augum annarra. Hins vegar held ég að
sýndarmennska geti laumað sér auðveldlega inn hjá manni t.d. þegar maður vafrar
um og tjáir sig á fésbókinni og ég tala nú ekki um bloggið. Allt snýst þetta um
framsetningu á sjálfinu og þá er spurning hvort framsetningin sé einhver önnur
í vefheimum og raunheimum. Er maður kannski stöðugt að setja sjálfan sig á
svið? Sýndarmennskan er út um allt í auglýsingadoðanum og lekur inn um minnstu
glufur.
Kannski er eina
leiðin til að komast undan sýndarmennskunni að vera sannur/sönn í kjarna sínum
og leyfa heiminum að sjá mann eins og maður er með sinn sérstaka kokteil af
kostum og löstum, brestum og bestum, styrkleikum og veikleikum. Eins og
gullkornið segið „að sjá fegurð í því ósvikna í lífinu“ og þá þarf maður að
leita hið ósvikna uppi og ákveða fyrir sig (ekki aðra eða heiminn) hvað er ósvikið
og ekta. Með því að sækjast efir því sem er ekta færist maður sjálfkrafa í
burtu frá sýndarmennskunni. Að sjá fegurð er líka afstaða og ákvörðun.
Ætla að rölta niður á BSÍ og taka næstu rútu sem stefnir á
ósvikna ekta-landið. Það er svo gott að sitja í rútu. Í hvaða veðri sem er.
Rútan mun fara beint upp að dyrum að heimili mínu og
fegurðin verður bæði þar og hér. Einfalt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli