sunnudagur, nóvember 02, 2014

Nokkur orð um pistil, hafið, kaffi, rjóma og hugrásir, já og rokið góða

Ég held ég hafi verið svona hálft ár að skrifa þennan pistil í krækjunni, ef ekki lengur. Samt stakk ég fyrst niður penna fyrir um 2-3 vikum og þá spratt hann upp úr undirvitundinni. Hann hefði vel getað endað hér en birtist þar með dyggri aðstoð tveggja yfirlesara, það er svo mikil gjöf að fá yfirlestur:

http://www.hugras.is/2014/10/pistill-listin-ad-deyja-aftur-og-aftur/

Núna er hafið svo dökkblátt að það fer nánast út í svart en hvítar öldurnar í rokinu bæta það upp. Mig langar í kaffi, og rjóma, ætli öldurnar kalli á rjóma? Kjalarnesið ófært og veðurtepptingar (skrítið orð, varla segir maður veðurteppingar) boða komu jólanna og það er að byrja leikrit eftir 5 mínútur í útvarpinu, þá þarf kona að verða sér úti um kaffi og rjóma og leggja hendur í kjöltu og hlusta á rokið í heyrnatólunum og leyfa því að blása upp nýjum og gömlum hugsunum. Góðar stundir.

Engin ummæli: