Ég: Nei blessaður, mér varð einmitt hugsað til þín rétt áður en ég gekk hingað inn.
SP: Þá birtist ég. Ef þú hugsar til mín þá mun ég birtast. Þetta er alltaf þannig. Maður hugsar eitthvað og þá birtist það.
(Í framhaldinu fór fram samtal á myndmáli sem er undirgrein tungumáls þar sem tunga tjáir myndir og örvar þannig heilann til að skynja og sjá og skilja)
--------
Byrjaði fyrir örfáum dögum að hlusta aftur á Illinois með Sufjan Stevens í bílnum mínum. Komst síðan loksins loksins í jóga áðan (kraftaverk gegn flenskuskít) og þar birtist nýr kennari sem spilaði einmitt lag af disknum í tímanum. Þetta hér:
En svo er líka að koma út nýr diskum með Sufjan og hér er eitt spunkunýtt sem var rétt í þessu að detta inn í jútúbuna:
Sem sagt, það sem maður hugsar mun birtast (sérstaklega ef maður ætlar ekki að þvinga fram birtinguna) og það sem maður hlustar mun heyrast á nýjum stað - það er undursamlegt að geta undrast :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli