föstudagur, júlí 15, 2005

Fúga í c-moll

Einu sinni dreymdi mig um að leggjast yfir formgerð fúgunnar og skrifa síðan sögu í sama stíl. Margradda söng sem skiptist á stefjum. En ég lét þar við sitja, að detta þetta í hug.
Hvenær ætli einhverjum detti í hug að semja blogg-tónverk með því að taka upp á band upplestur af þúsundum bloggsíðna á öllum heimsins tungum og spila síðan allt kraðakið þar sem hömrun á lyklaborð slær taktinn. Yrði gott sýnishorn af nútímanum: gargandi geðveiki!

Engin ummæli: