fimmtudagur, október 27, 2005
Meira um ferðalagið til Vínar (eða öllu heldur ferðalagið til Kaupmannahafnar)
Á þremur dögum upplifði ég 4 flugtök og 4 lendingar á ferð minni til Vínar. Margt rennur í gegnum hugann á slíkum andartökum og margar óvæntar spurningar koma fram, t.d. kom þessi: ,,Hvernig ætli mér myndi líða ef í flugvélinni væri leikari sem er ein að aðalpersónunum í Lost???" En að öðru: í flugvélinni á leiðinni til Kaupmannahafnar sat Bragi Ólafsson rithöfundur nokkrum sætaröðum fyrir framan mig. Hann sat einn við gluggann og sætið við hlið hans laust. Mig klæjaði í fingurna að setjast hjá honum og verða óþolandi sessunautur eins og í bókinni Gæludýrunum - en ég sat á mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli