Upprisa Nykurs orðin að veruleika og fyrsta nykraða ljóðabókin komin út eftir langt hlé. Mæli með Endurómun upphafsins eftir ungskáldið Arngrím sem er líka hátíðlegur íslenskunemi (sem hefur vonandi lesið Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorson).
Mæli líka með öllum þessu óþekktu, örstuttu en bráðskemmtilegu Íslendingasögum með liggja í gömlum bókum á bókasöfnum um allt land. Las nýlega Króka Refs Sögu og mæli með henni.
Annars er ég sjá fyrir endann á svakalegri vinnutörn þar sem mörg hundruð blaðsíður af skemmtilegum útboðslýsingum áttu hug minn allan. Þar komu slökkvikerfi, yfirborðsfrágangur, kúlulokar og fleira kræsilegt við sögu og nauðsynlegur kokteill að blanda ljóðum og Íslendingasögum við lestur hvers dags.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli