þriðjudagur, mars 13, 2007

Farfuglar og flækingar



mættir til landsins. Haftyrðillinn t.d. mættur sem flækingur en var áður staðfugl, hitinn hefur borið hann ofurliði. Sagt er að engir tveir fuglar séu eins og að hver og einn hafi sín persónueinkenni í félagslegum tengslum hópsins. Fuglar finnast mér merkileg fyrirbæri enda löngum öfundað þá af þessum holóttu beinum sem m.a. gera þeim kleift að fljúga. Annars hægt að sjá spennandi fréttir á http://www.fuglar.is/ - það að rýna út í rigningasortann eftir fuglum finnst mér alltaf jafn heillandi. Ímynda mér alltaf fuglaáhugamenn með lítið gogg-nef og spörfuglslegt göngulag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, takk fyrir þetta! Hef einmitt verið að fylgjast með ókunnugum spörfuglum hreiðra um sig í henni Reykjavík, og orðið forvitnari með hverri mínútunni.