fimmtudagur, mars 22, 2007



Fylltist einhverri fáránlegri þörf fyrir að básúna Olivier Messiaen. Fann þessa flottu heimasíðu um kallinn. Eitt merkasta tónskáld 20. aldar. Messiaen var strangtrúaður kaþólikki og samdi mikið af trúarlegri tónlist. Var líka forfallinn áhugamaður um fugla og skráði fuglasöng í frönskum skógum sem síðan rataði á nótnablöðin. Hann var líka áhugamaður um austurlenska dulspeki og blandaði austrænum áhrifum saman við fugla og kaþólisma. Flott blanda!!


Einu sinni átti ég disk með Turangalila sinfóníunni hans, en lánaði hana og hún kom aldrei aftur. Sinfónía sem verður kannski aldrei flutt á Íslandi því hún tekur víst 2 klst. í flutningi. Mæli með Kvartetti um endalok tímans (Quatuor pour la fin du temps) sem var saminn og frumfluttur í fangabúðum nasista.



Á næsta árið verða liðin 100 ár frá fæðingu Messiaen og þá á víst að halda ráðstefnu í Englandi. Humm, kannski maður setji upp alpahúfu og skelli sér í húsmæðraorlof!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En nú mun óskin rætast því í febrúar 2009 verður Turangalila flutt í Háskólabíói!