sunnudagur, október 28, 2007

Fyrir röð tilviljana


sátum við Helga vinkona mín á tónleikum Rúnka Tjúll í Laugardalshöllinni í gærkvöldi og skemmtum okkur vel.

Margir góðir slagarar voru teknir og bakraddirnar stóðu sig alveg jafn vel og allir aðrir söngvarar kvöldsins. Oft er gaman að fylgjast með hvenær bakraddirnar þurfa að góla og hvenær ekki. Ef ég mundi vilja frysta einhverjar 2 sekúndur af tónleikunum þá er það andarakið sem Jóhann Helgason (bakraddasöngvari kvöldsins) stóð í myrkrinu á sviðinu með putta í öðru eyranum og gólaði ,,nýrnakast" úr laginu ,,Harð snúna Hanna".

Þegar Gylfi Ægis kom og tók ,,Stolt siglir fleyið mitt" hvaflaði að mér að auðvitað kæmi þetta lag til greina sem þjóðsöngur (í ljósi textans í viðlaginu) en síðan hef ég hugsað málið betur og komist að raun um að það er ekki sniðugt.

Sem sagt skemmtilegir tónleikar þar sem Rúnki var sannkallaður Herra rokk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...


Takk fyrir innlitið á síðuna og gaman að heyra frá þér!!
Hér hangir maður í rólegheitunum með hausinn ofaní lagasafninu alla daga..mikið fjör.
Við sjáumst allavega um jólin, því að við komum heim. Ég tek einhver próf í sendiráðinu hérna, en svo eitt heima 21. des. Við verðum svo alveg fram yfir miðjan jan. Þannig að við hittumst og skálum í hvítu og eldum góðan mat, er það ekki?
Annars var ég að gaufa inn á síðunni hennar Freyju. Mikið hefur hún stækkað litla rófan :)
Hlökkum mikið til að koma heim og sjá ykkur..
Hjartans til hamingju með útgáfuna. Þú ert algjör hetja.