mánudagur, mars 24, 2008

Af tónum



Allt of sjaldan fer maður á tónleika en það sem af er þessum mánuði hef ég farið á tvenna. Fyrst var það kammerverkið "Quator pour la fin du temps" eftir Messiaen - en 10. desember næst komandi verða 100 ár liðin frá fæðingu hans (þ.e.a.s. höfundarins, ekki kvartettsins).

Um páskana voru það síðan tónleikar með öllum helstu lögum Bítlanna - þar slógu KK og Daníel Ágúst í gegn. Daníel virðist hafa ótrúlega mikla hæfileika á ýmsum sviðum tónlistar.



Undanfarna daga hef ég síðan verið að endurnýja kynnin við "Second coming" Stone Roses - hér er upphafslag disksins, algjör snilld.

Engin ummæli: