fimmtudagur, mars 20, 2008

Stokkhólmur - Ísafjörður - Helsinki

Framunda er heimsókn til kumpánlegra samstarfsfélaga hjá STIM í Stokkhólmi. Í sumar er stefnan tekin á Ísafjörð (því við höfum aldrei komið þangað, ótrúlegt en satt) með stuttri heimsókn til frænda á Flateyri (hinn frægi Grétar á Gröfunni). Hann veit reyndar ekki ennþá að við erum væntanleg en vonandi getum við kríað út eins og einn kaffibolla. Með haustinu verður síðan Helsinki skoðuð og skundað á áhugaverða ráðstefnu.

Eftir mikla páskafræðslu í sunnudagaskólanum síðasta sunnudag sagði sú 4 ára við mig: ,,Veistu á sunnudaginn langa þá breyttist Jesús í krossfisk"

Engin ummæli: