þriðjudagur, júní 24, 2008

Skrásetjari

er starfsheitið mitt. Fyrir um ári síðan þegar ég hóf störf sem skrásetjari fannst mér þetta frekar hallærislegur titill og ekki flott fyrir ferilskrána. En nú þegar tíminn líður er mér farið að þykja undurvænt um þetta orð. Er bæði hreykin og stolt af þessu hlutverki. Því hvað gerir skrásetjari? Og hvað gerir skrásetjari ekki?

3 ummæli:

Hafrún sagði...

Einu sinni var öll heimsbyggðin skrásett, ætli þetta hafi verið starfsheiti þá.

Gunna Lísa sagði...

hljómar betur en leikskólaleiðbeinandi.

Hvað ertu að skrásetja?

bjarney sagði...

Skrái tónskáld, textahöfunda, lög, popplög, rapplög, sinfóníur, kammerverk, tónlist í bíómyndum, geisladiska, tónleikaflutning, útvarpsflutning, bíósýningar...gamangaman....:-)