miðvikudagur, september 17, 2014

Fruma í hljóðskúlptúr

Þannig líður mér núna.

Fyrir röð tilviljana (eða ekki) fékk ég í sumar að snara texta yfir á íslensku og lesa upp á hljóðsnældu (eða aðra betri græju, hljóðsnælda hljómar bara svo vel) og listakonan Agathe Simon tók allt saman og blandaði inn í alþjóðlegan hljóðskúlptúr sem er hluti af listagjörningi hennar sem tengist Antartíku.

Hér er skúlptúrinn:
http://www.agathesimon.com/?page_id=2544&lang=en

Merkilegt og mjög áhugavert listaverk þar sem hljóð, myndir og textar blandast saman í tilbúinni sögu um konu sem fer í sína hinstu för til Antartíku. Ferðadagbækur hennar (ímyndaðar) leika meðal annars stórt hlutverk og textarnir í hljóðverkinu koma úr þeim. Sýningin mun ferðast um heiminn og gaman væri að fá hana til Íslands.


Voila!

Engin ummæli: