þriðjudagur, september 02, 2014

Rétt í þessu

var ég að tengja.

Eitthvað við þetta lag með Önnu Calvi minnir mig á Suede!


Og ég fór að hugsa að Anna væri kvenlega útgáfan af Suede en svo hugsað ég að kannski væri bara Suede karllæga útgáfan af Önnu og þó að þeir hafi komið á sjónarsviðið á undan (eftir því sem ég best veit) þá þýði það ekkert endilega að þeir séu fyrirmyndin. Kannski er Anna músan hans Bretts án þess að hann geri sér grein fyrir því. Kannski er Anna áhrifavaldurinn. Hér er til dæmis eitt gamalt og mjög gott með Suede (frábært crescendo þarna á ferðinni). Ég gleymi því seint þegar ég sá þetta í sjónvarpinu fyrir 20 árum.




Góðar stundir!!

pssst Anna kemur á Airwaves í ár :-)

Engin ummæli: