sunnudagur, júlí 19, 2015

Frísemd

Öðru hverju loka ég fésbókar-aðgangi mínum og í ferlinu haka ég iðulega við dálkinn ,,örvæntið ekki, ég kem aftur" þegar forritið spyr mig um ástæðuna. Fyrstu dagarnir geta orðið mjög erfiðir og mér líður oft eins og ég sé í sjálfskipaðri útlegð frá samfélaginu. Hins vegar verður þetta til þess að ég þarf að leita annarra leiða til að hafa samband við fólk og jafnvel taka upp símann og segja ,,hæ". Í þetta skipti ákvað ég að fríið myndi standa yfir í eina viku og þess vegna mæti ég aftur galvösk á svæðið á morgun. Í þetta skipti hefur þó friðsemdin (eða frísemdin) verið minni því fésbókin sendir mér tölvupósta þrisvar á sólarhring þar sem mér er velt upp úr öllu því sem ég er að missa af og reynt að lokka mig með öllum ráðum til að skrá mig aftur inn (sjá mynd sem er kannski of lítil, finnið þá stækkunarglerið í skúffunni). Þetta hefur orðið til þess að efla enn frekar í mér þvermóðskuna, ef væri ekki fyrir þessa pósta væri ég eflaust löngu búin að springa á limminu.

Í hvert skipti sem ég loka og held inn í frísemdina reynist það alltaf áhugaverð reynsla - þá get ég kannað viðbrögð mín, vanahegðun, deyfidoðann, áreitið og minnst mig á að ég ber ábyrgð á áreitismagninu og vananum sem stundum getur orðið eins og kápa úr súrkáli (æ þið vitið hvað ég meina og sjáið þetta algjörlega fyrir ykkur, finnið þið ekki líka lyktina?)

Vonandi get ég næst hakað í einhvern dálk sem frábiður mér allar tilkynningar í tölvupósti.

Annars spretta kartöflugrösin sem aldrei fyrr og ég fagna hverjum regnlausum degi því hann þýðir rölt í garðinn að vökva. Börnin spretta líka ó seisei já.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[Shurangama Sutra]
[The Diamond Sutra]
[The Heart Sutra]

~oṃ maṇi padme hūṃ~

/Six samsara /
/Cause and effect/
/Engages in introspection sees the nature/
/Do not beg abhiññā/

Ksitigarbha
Maitreya
Akșayamati
Samantabhadra
Mañjuśrī

Avalokiteśvara
Mahāsthāmaprāpta
Amitābha

"Bhaiṣajyaguru
The Twelve Vows of the Medicine Buddha upon attaining Enlightenment, according to the Medicine Buddha Sutra are:
To illuminate countless realms with his radiance, enabling anyone to become a Buddha just like him.
To awaken the minds of sentient beings through his light of lapis lazuli.
To provide the sentient beings with whatever material needs they require.
To correct heretical views and inspire beings toward the path of the Bodhisattva.
To help beings follow the Moral Precepts, even if they failed before.
To heal beings born with deformities, illness or other physical sufferings.
To help relieve the destitute and the sick.
To help women who wish to be reborn as men achieve their desired rebirth.
To help heal mental afflictions and delusions.
To help the oppressed be free from suffering.
To relieve those who suffer from terrible hunger and thirst.
To help clothe those who are destitute and suffering from cold and mosquitoes."