sunnudagur, nóvember 13, 2005
Að gleyma jöklum
Og veisluhöldin halda áfram. Í gærkvöldi fór ég á árshátíð í hjálparsveitinni minni. Hún var haldin í hlöðu og viðstaddir voru í lopapeysum með stórar og sterkar flöskur á borðum. Einn maður úr sveitinni sem er ýmist undir bílum að gera við, úti á bát eða uppi á fjöllum sat ofurölvi við borð og sagði í miðri frásögn ,,æ ég er búinn að drekka svo mikið að ég man ekki nafnið á jöklinum sem við fórum yfir" og var alveg miður sín. Þá er það svart, þegar maður er búinn að drekka frá sér nöfn á jöklum!!! Verst hvað það er langt síðan ég hef farið í almennilega gönguferð. Þessa dagana hreyfi ég mig ekki nema á milli bíls og húss og borða súkkulaði í tonnatali. Og kaffi, já og kaffi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
spennandi mundi hann hvað hann hér
nei ætli það - efast um það!!
Skrifa ummæli