mánudagur, júlí 14, 2014

Frelsi

Hér er Bastilludagurinn og í kvöld fer ég út að leita uppi flugelda. Merkilegur dagur og fallegir hestarnir sem töltu meðfram Signu fyrr í dag.

Fékk sting í hjartað og maginn fór á hvolf þegar herþoturnar tóku oddaflug yfir borgina í morgun. Svipað gerðist um daginn þegar hermenn með alvæpni stigu óvænt inn í metrólest. Fæ alltaf ælu í hálsinn þegar ég sé stríðsminjasöfn og upphafningu stríða. Hugsaði síðan: Það var rétt ákvörðun hjá mér að fæðast í herlausu landi.

Skil ekki fyrirbærið her og vopn. Eigum við möguleika á raunverulegu frelsi á meðan þessi fyrirbæri eru til á jörðinni?

Engin ummæli: