þriðjudagur, júlí 01, 2014

Innblástur

kallar á fráblástur og svo er líka til áblástur. Af einhverri rælni datt ég inn í bíómyndina "Ashes and Snow" sem er eftir Gregory Colbert og frá árinu 2005. Reyndar er myndin hluti af myndlistarsýningu með ljósmyndum og nokkrum Haiku myndum. Ég mundi vilja sjá þessa sýningu á Íslandi (ef hún hefur ekki verið þar nú þegar og ég ekki tekið eftir því).

Hér er heimasíða listamannsins: https://gregorycolbert.com/

Ljóðræn mynd, svífandi, skynjandi um samband manna og dýra og flæði og snertingu og svo framvegavegis. Þegar ég fór að gramsa á netinu um þessa mynd rak það á fjörur mínar að tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson á tóna í myndinni. Þegar leið á myndina fór ég að kannast við mig. Undrastúlkan mín, hún Bat for lashes, notaði greinilega atriði úr myndinni í myndbandi við það lag hennar sem hefur veitt mér hvað mestan innblástur. Kannski af því tónarnir og orðin og allt andrúmsloftið er á margra faðma dýpi. Í undirdjúpunum er yfirborð sjávar eins og himinn. Hér er það:





Brauðmolaspeki dagsins er: Anda inn, inn, inn -  svo út.      Innblásumst.

Engin ummæli: