[Mynd af fiskineti og skrilljón föstum fiskum.]
Orðin eru: viðurkenningarþörf og sýniþörf. Og svo er hægt að blanda við það gægjuþörf og þá er komin fullkomin fésbókarhegðun (ég er sjálf á kafi í þessum hugminnkandi efnum og fóðra sýniþörfina hérna). Fjarskipti eru víst bara ein tegund af samskiptum og koma ekki í staðinn fyrir nærskipti (einmitt, nýtt orð). Um daginn ráfaði ég hér um göturnar og uppgötvaði að ég var að láta fésbókina skekkja sýn mína á heiminn. Mér fannst eins og allir væru að byrja saman, ættu trúlofunarafmæli eða brúðkaupsafmæli og hamingjusprengjur að sprynga einhvers staðar langt í burtu. Ég datt sem sagt í fómó-fár (fomo: fear of missing out) og alls konar annað. Æ, ég veit ekki, ég bæði elska fésbókina og óttast hana. Áhrif hennar eru lúmsk.
[Mynd af straumþungri á.]
Hægt og sígandi breytast viðhorf og samhorf (já nýtt orð) og nærskiptin rýrna og við vöknum upp með næringarskort. Æ, ég skil ekki þessar flækjur en segi bara að lokum: Verum vakandi, við lifum á flóknum tímum.
1 ummæli:
það er flóknara en ég átti von á að skrifa ummæli mér er boðið upp á ymsa möguleika til að haka við. ég hef ekki hugmynd um hvað hvað er hvað í þeim efnum.
O Google reikningur
O open ID svo fullt af táknum
O heiti/Vefslóð
O Nafnlaus
Þar sem ég veit ekkert um hvað þetta val snýst er ég að vona að mér takist að koma ummælum til
skila án þess að velja nokkuð að ofangreindu.
Ég elska orðið nærskipti og hugmyndin um næringarskort í framhaldi af því að skorta nærskipti. Hlakka til að sjá meira frá þér. Kveðja Arnheiður Anna
Ps ég get ekki komið þessum ummælum til skila nema að velja eitthvað af því sem ég veit ekki hvað er....spennandi! Nafnlaus gefa mér einfaldan aðgang að því að skirfa ummæli svo ég Arnheiður Anna sendi þessi ummæli nafnlaus
Skrifa ummæli