föstudagur, ágúst 12, 2005

Bjart vantar mjólkurkú

Á hverjum degi lít ég við á www.bjartur.is á ferð minni um vefinn. Bókaforlag sem gefur út skrambi góðar bækur og er með hóp flottra penna. Þegar ég lít inn á heimasíðu forlagsins er ég hálft í hvoru alltaf að vonast til að sjá þennan texta: ,,Kvenrithöfund vantar til Bjarts. Þarf að vera með góðan, persónulegan stíl og geta skrifað texta sem hefur meiri áhrif á heiminn en kaffi og súkkulaði til samans. Hávaxin og ljóshærð með áhuga á útivist (til fjalla). Handrit óskast við fyrsta tækifæri. Mjólkurkú vantar í Sumarhús." Og þá mundi maður kannski slá til. Í þeirri von að Bjartur stefndi á aukna flóru í búskapnum, eitthvað fleira en bara rollur og hund.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Bjarney!

Brilliant blogg - sá þig kommentera á síðuna hans Ágústs Borgþórs. Ég er einka ánægð með þig. Enda svoddan aðdáönd þín :)

bjarney sagði...

Kjell fyrir Lalage! Til hamingju með strætósögur!!