mánudagur, ágúst 01, 2005

Kenwood bílaútvarp

Núna er flotta Kenwood útvarpið í bílnum mínum að spila sitt síðasta og ólmast um eins og biluð hrærivél. Þetta er mjög flott útvarp sem lokar sér þegar er slökkt á bílnum og með góðum geislaspilara. Útvarpsstöðvarnar detta inn og út. Og áðan stóð á skjánum flottum, digital stöfum ,,Bylgjan" um leið og raddir úr BBC ómuðu í gegnum skruðningana í umræðuþætti um fjölmiðlaheiminn í Kína og Japan. Ég tók þann pól í hæðina að ákveða að nú væri Bylgjan að flytja listaverk með skruðningum og breskum röddum til að kanna viðbrögð ökumanna. Ég lét ekki gabbast!!

Engin ummæli: