sunnudagur, ágúst 21, 2005

Dýrðin í ásýnd ljósanna


Þá er menningarnótt afstaðin og mergðin horfin aftur í úthverfin. Flugeldasýning Orkuveitunnar var glæsileg sem fyrr. Krafturinn í sýningunni var sannfærandi og góður stígandi í byrjunarkaflanum. Fjölbreytni litanna var ekki nægileg að mínu mati, þar sem heilu kaflarnir voru eintóna með sömu gerð sprenginga. Þetta gerði sýninguna fyrirsjáanlega þar sem við upphaf hvers kafla gat maður verið viss um framhald hans, lengd og hávaða. Það hefur augljóslega skapast viss hefð í sprengjutakti sýninga sem þessarar og saka ég því höfund þessarar sýningar blákalt um skort á frumleika. Þessi stígandi sem endar í ritríku sprengiregni eins og Bolero (og jú líka kynlíf) en slokknar síðan í hápunkti sínum er orðin ansi þreyttur.
Næsta ár vil ég sjá sýninguna fjara út, enda á lítilli, aumri rakettu og koma þannig áhorfendum í opna skjöldu.

Engin ummæli: